Eigin verkefni.

Ég gerði margar hugmyndir að eigin verkefnum sem enn eru í vinnslu

í Inkscape, en verða unnar í Fab Lab smiðjunni þegar þær eru

fullunnar til að verða að framkvæmd.

 

Það sem er t.d. í vinnslu er aðventutextinn fyrir aðventukertin fjögur

sem væri gaman að rasta á kerti, aðventukertastjaki úr plexigleri, skartgripatré,

límmiðar, einnig límmiðar sem ég ætla að setja á striga og mála rammann

þannig að úr verði mynd sem samanstendur af málverki og límmiða.

Síðan er unglingurinn búinn að biðja um annann bol með AC/DC logoi á

og að sjálfsögðu gerir mamma það :-)

 

Síðan fékk ég geggjaða hugmynd að jólagjöfum

en get að sjálfsögðu ekki sagt meira um það ;-)

 

Jæja þegar upp er staðið þá var þetta alveg meiriháttar að nema og

hefur gefið mér þau forréttindi að vinna að hugmynd og framkvæma hana.

 

Ekkert nema skortur á hugmyndaflugi getur núna í raun stoppað :-)

 


Verkefni 9 - Rastering í gler.

Hér átti að rastera í gler að eigin vali :-) 

dsc00203.jpg

dsc00204.jpg

dsc00205.jpg


Verkefni 8 - Ljósaverkefni 2.

Hér bjó ég til fiðrildi sem voru skorin út að hluta til

í blindramma þannig að hægt er að lyfta vængjunum upp

og jafnvel hleypa ljósi í gegn eða setja litaðann grunn bakvið.

dsc00195.jpg

dsc00196.jpg

dsc00197.jpg

dsc00198.jpg

dsc00199.jpg


Verkefni 7 - Logo.

Hér átti að búa til logo með vector og raster línum

sem gæti verið t.d. lyklakippa, nafnspjald eða merking á flík eða 

eitthvað sem hugmyndaflugið myndi bjóða upp á.

Ég gerði hinsvegar þrenns konar logo fyrir börnin 

en öll í samskonar efnivið með götum þannig

að þau eru nýtileg sem lyklakippur eða merkisjöld.

 

dsc00210.jpg

dsc00210.jpg

dsc00211.jpg

dsc00212.jpg

dsc00213.jpg

Síðan er það svo frábært að forvinnan er til og get ég því

alltaf gert svona merki fyrir þau úr öðrum efnivið eins og

t.d. plexigleri, leðri, pappa eða krossvið :-)

Ath. (þetta er ekki tæmandi upptalning á efnivið sem hægt væri að nota).

 


Verkefni 6 - Stórt smelluverkefni.

 Stóra smelluverkefnið snérist um að búa til að minnsta kosti 4 samsetningar. 

dsc00214.jpg

dsc00215.jpg

dsc00216.jpg

Samsetningarnar urðu síðan að geta verið sem einn samsettur hlutur.

dsc00220_1180122.jpg

dsc00221.jpg

dsc00222.jpg

Í þessu tilviki gerði ég þríhyrning og stjörnu

sem voru sameinuð og síðan kassa

með tilheyrandi raufum fyrir trén að standa í

þannig að hluturinn geti staðið einn og sér.

Hluturinn getur hinsvegar verið utan um eitthvað annað,

og eins og í þessu tilviki er hann

hannaður til að vera utanum Ikea lampa.

dsc00190.jpg

dsc00191.jpg

dsc00192.jpg

dsc00193.jpg

dsc00194.jpg


 


Verkefni 5 - Stensl.

dsc00186.jpg

 

dsc00187.jpg

Stensl - snérist verkefni 5 um.

En þá varð nú að vanda verkið þar sem límmiðinn varð að vera negatívur

til að geta tekið þá hluta af límmiðanum í burtu sem átti að stensla með fatalit

og úr varð stenslað AC/DC merki á bol fyrir unglinginn

(hann var reyndar svo lukkulegur að hann er búinn að leggja inn pöntun á öðrum bol :-))

 

 


Verkefi 4 - Lítið smelluverkefni.

dsc00206.jpg

dsc00207.jpg

dsc00208.jpg

Hér bjó ég til fígúru eða körfubolta eins og sést með vector (til að skera út hlutinn) og raster (til að rasta í hlutinn) línum og fót undir sem smella átti saman við fígúruna þannig að hluturinn gæti staðið, en litlu stykkin neðst á körfuboltanum smella í götin á plattanum.


Verkefni 3 - Ljósaverkefni 1.

dsc00175.jpg

dsc00176.jpg

dsc00178.jpg

dsc00180.jpg

dsc00182.jpg

dsc00185.jpg

Hér var hugmyndin að búa til límmiða og setja hann utan um krukku, skál eða vasa.

Límmiðinn átti að vera heill utan um glerið og með götum sem ljósbirtan kæmist í gegnum.

Eins og hér sést varð krukka fyrir valinu og hún sett í jólabúninginn :-)


Verkefni 2 - Límmiði.

dsc00160.jpg

Í þessu verkefni unnum við með myndir, sóttar af netinu til að gera verkefni

sem framkvæma átti í vínylskera og gera límmiða. Stærðin átti að vera max. 390x100 mm. 


Verkefni 1 - Fígúra.

dsc00159.jpg

Verkefni 1 sem framkvæmt var í fyrsta tímanum snérist að miklu leyti

að kynna forritið Inkscape fyrir okkur og leyfa okkur að prófa laserskerann.

Gera átti fígúru með vector og raster línum að stærð 50x50 mm.

Ég gerði fyrst stjörnu og kassa sitt í hvoru lagi, andlit var gert á stjörnuna og 

þau síðan sameinuð. Síðan gerði ég annann kassa sem settur var ofan á hinn

og enn annann kassa þar sem textinn Halló var skrifaður inn í.

Síðan var fígúran búin til í laserskurðtæki sem bæði skar út og fræsti í. 

 

En til þess að geta rastað út í einhvern hlut eða skera út hlut,

þarf ávallt að passa að réttar stillingar séu valdar ;-)

 

 

 

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband