Færsluflokkur: Bloggar

Þetta blogg er tileinkað Fab Lab 103.

Allar færslur sem inn verða settar á þessa bloggsíðu

eru tileinkaðar Fab Lab 103 áfanga sem ég tók í FNV haustönn 2012.

 

 

Áfanginn sem nú er yfirstaðinn hefur gert mér kleift að geta unnið með

hugmyndir í forritinu Inkscape - tvívíddar vector hugbúnaður

sem hægt er að nálgast á netinu (ókeypis) og framkvæmt þær

í FabLab smiðjunni á Sauðárkróki úr hinum ýmsa efnivið

(eins og myndir og verklýsingar á verkefnunum sem á eftir fylgja munu sýna)

í laser-, vínylskera eða tölvustýrðum fræsara.

 

Við prófuðum líka forritið Google Sketchup sem er 3D forrit (ókeypis á netinu).

Það er snilld, þar er hægt að hanna húsið sitt í rauninni, þá öll herbergi eða bara

eitt, teikna það nákvæmlega upp og hanna inn í það. Það er meira að segja hægt 

að sækja sér mublur og myndir, parket-, dúka-, teppa- flísaleggja allt og mála í

öllum litum.

Óendanlegir möguleikar, enda ekki að ástæðulausu að fagmenn sem teikna

mikið upp eru í miklum mæli farnir að nota þetta forrit.

 

Mæli hiklaust með því fyrir alla að prófa, ef þeir mögulega hafa tök á því

að fara í FabLab smiðju og láta hugmyndir sínar og sköpun lifna við :-)

 

 

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband